Óbreyttir vextir

Mynd: mbl.is

Stýrivextir verða óbreyttir samkvæmt ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankans sem kynnt var í morgun. Stýrivextir verða því áfram 4,25 prósent. Sam­kvæmt nýrri þjóðhags­spá Seðlabank­ans sem birt er í nóv­em­ber­hefti Pen­inga­mála hæg­ir tölu­vert á hag­vexti í ár og meira en bank­inn spáði í ág­úst. Spáð er 3,7% hag­vexti í ár en í fyrra var hann 7,4%. Fer þar sam­an hæg­ari vöxt­ur út­flutn­ings, eft­ir hraðan vöxt und­an­far­in ár, um leið og nokkuð bæt­ir í vöxt inn­flutn­ings.

Útlit er fyrir að verðbólga verði við 2,5 prósenta verðbólgumarkmið Seðlabankans um mitt næsta ár og verði það næstu árin. Það yrði nokkuð meiri verðbólga en hefur mælst síðustu þrjú árin. Undanfarið hafa miklar hækkanir húsnæðisverðs drifið verðbólguna áfram en verðhjöðnun verið ef húsnæðisverð er skilið frá mælingunni. Þar sem dregið hefur úr verðhækkun á húsnæði er það talið stuðla að minni verðbólgu ef sú þróun heldur áfram. Á móti kemur að áhrif hás gengis sem hafa haldið aftur af verðbólgu fjara út.

smari@bb.is

DEILA