Á laugardag mætir kvennalið Vestra í 2. flokki stúlkna í blaki Aftureldingu á heimavelli Aftureldingar í Mosfellsbæ. Þetta er fyrsti leikur Aftureldingar í mótinu en sjötti leikur Vestra. Vestri hefur sigrað HK og Völsung en tapað fyrir Þrótti R og báðum leikjum við Þrótti Neskaupstað.

Íslandsmót 5. – 6. flokks fer einnig fram um helgina og þar á Vestri hrausta fulltrúa.

Í 6. flokki, 6-8 ára er Vestri með tvö lið, Vestri X og Vestri Y og í 5. flokki, sem eru krakkar 9-11 ára, á Vestri sömuleiðis 2 lið. Það eru þau Tihomir Paunovski þjálfari Vestra og Harpa Grímsdóttir sem fylgja keppendum suður og stýra leikjum þeirra.

Tihomir þarf þó að bregða sér frá á laugardeginum því fyrir utan að stýra 2. flokki stúlkna í sínum leik er líka leikur meistaraflokks karla í Mosfellsbæ við Aftureldingu þann daginn en hann er spilandi þjálfari í karlaliðinu. Þetta er annar leikur Vestra í 1. deildinni en liðið tapaði fyrir BF í október. Þess má geta að karlalið Vestra sigraði 1. deildina í fyrra með yfirburðum, tapaði aðeins þremur leikjum.

Meistaraflokkur Vestra

bryndis@bb.is

DEILA