Samtök dragnótamanna fagna opnun veiðisvæða fyrir dragnót á norðanverðu landinu. Ekki eru allir á eitt sáttir um þessa opnun eftir að svæðin höfðu verið lokuð í nokkur ár og hafa orðið deilur síðustu daga milli hagsmunaaðila.
Í tilkynningu frá Samtökum dragnótamanna segir að hafa beri í huga að umræddar lokanir hafi ekki byggst á málefnalegum sjónarmiðum varðandi umhverfisáhrif veiðanna eða vernd lífríkis, sbr. fyrirliggjandi skýrslur og álit Hafrannsóknastofnunar um efnið. Ekki heldur hvað varði skiptingu veiðisvæða milli veiðarfæra enda henti það botnlag sem dragnótin nýtir síður veiðum með krókum.
Sérfræðingar Hafrannsóknastofnunar hafa sagt að engin fiskifræðileg rök séu fyrir banninu.
smari@bb.is