Landssamband smábátaeigenda gagnrýnir að dragnótaveiðar skuli nú hafa verið leyfðar á ákveðnum svæðum á grunnslóð, en tímabundin reglugerð var ekki framlengd. Fyrirsögn pistsils á vef sambandsins ber fyrirsögnina: „Ráðherra í starfsstjórn – hvað má og hvað ekki?“ Í lok ágúst ákvað sjávarútvegsráðherra að framlengja bann við veiðum með dragnót um tvo mánuði, þar til 31. október. Í tölvupósti frá ráðuneytinu hafi verið vakin athygli á að framlenging veiðibanns væri markaður stuttur tími þar sem ráðherra væri að skoða hvort þörf væri á breytingum í framhaldi af vinnu starfshóps á vegum ráðuneytisins. Veiðisvæðin sem voru lokuð fyrir dragnótaveiðum voru á grunnslóð á Ströndum, á Norðurlandi vestra, Norðasturlandi og á Austfjörðum.
Á vef LS segir að með því að framlengja ekki bannið sé verið að heimila notkun stórvirkra veiðarfæra á svæðum sem hafa verið friðuð í rúm 7 ár. „Þar sem svæðin hafa verið lokuð í svo langan tíma var ekki reiknað með að sjávarútvegsráðherra mundi gera þar breytingar á þegar hann væri í raun umboðslaus. Öðru nær, engin reglugerð gefin út og dragnótaveiðar heimilaðar á þessum viðkvæmu svæðum frá og með 1. nóvember.“