Oftast strikað yfir nafn Ásmundar Einars

Ásmundur Einar Daðason

Ásmund­ur Ein­ar Daðason, odd­viti Fram­sókn­ar­flokks­ins í Norðvest­ur­kjör­dæmi, var oft­ast strikaður út í þing­kosn­ing­un­um á laug­ar­dag­inn miðað við þrjá efstu fram­bjóðend­ur eða sam­tals 105 sinn­um. Þetta kem­ur fram í upp­lýs­ing­um frá yfir­kjör­stjórn kjör­dæm­is­ins. Næst­ur kem­ur Guðjón S. Brjáns­son, odd­viti Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, með 48 út­strik­an­ir.

Bjarni Jóns­son, annar maður á lista Vinstri­hreyf­ing­ar­inn­ar – græns fram­boðs, kem­ur þar næst með 40 út­strik­an­ir og síðan Lilja Raf­ney Magnús­dótt­ir, odd­viti VG, með 39 út­strik­an­ir. Haraldur Benediktsson, oddviti Sjálfstæðislflokksins, var strikaður út 35 sinnum.

Stefán Vagn Stef­áns­son, þriðji maður á lista Fram­sókn­ar­flokks­ins var strikaður 19 sinn­um út, Rún­ar Gísla­son, þriðji maður á lista VG, 17 sinn­um og sama á við um Teit Björn Ein­ars­son, þriðja mann á lista Sjálf­stæðis­flokks­ins.

 

Fimmtán strikuðu yfir nafn Höllu Sig­nýj­ar Kristjáns­dótt­ur, sem var önn­ur á lista Fram­sókn­ar­flokks­ins, og sama á við um Bergþór Ólason, odd­vita Miðflokks­ins. Nafn Þór­dís­ar Kol­brún­ar Reykjfjörð Gylfa­dótt­ur, sem var önn­ur á lista Sjálf­stæðis­flokks­ins, var strikað út 14 sinn­um.

Fjór­ir strikuðu út nafn Sig­urðar Páls Jóns­son­ar, ann­ars manns á lista Miðflokks­ins, og jafn­marg­ir nafn Örnu Láru Jóns­dótt­ur, sem var önn­ur á lista Sam­fylk­ing­ar­inn­ar. Þá strikuðu þrír út nafn Jón­ínu Bjarg­ar Magnús­dótt­ur, sem var þriðja á lista sama flokks.

DEILA