Áframhaldandi sigurganga á heimavelli

Meistaraflokkur Vestra. Mynd: Ágúst Atlason.

Vestri er enn taplaus á heimavelli eftir 93-74 sigur á Fjölni á föstudag. Með sigrinum situr Vestri í þriðja sæti 1. deildarinnar körfubolta með 8 stig líkt og Skallagrímur, sem vermir efsta sætið, og Breiðablik sem er í öðru sæti deildarinnar.

Leikurinn var jafn framan af en Vestramenn náðu smátt og smátt tökum á leiknum. Nýr leikmaður liðsins, Bandaríkjamaðurinn Andre Cornelius, lék sinn fyrsta leik fyrir Vestra. Hann áttir frábæra innkomu og hraði og snerpa hans splundraði vörn Fjölnismanna hvað eftir annað.

Þetta var sannkallaður liðssigur sem sést á því hve vel stigaskorið dreifðist, en fimm leikmenn Vestra voru með yfir 10 stig. Líkt og áður í vetur var Nemanja Knezevic besti maður vallarinns.

DEILA