Íþróttafélagið Ívar á norðanverðum Vestfjörðum stendur fyrir barmmerkja og penna sölu við kjörstaði á Ísafirði og í Bolungarvík á laugardag. Barmmerkið / penninn kostar 1000 krónur og verður selt milli klukkan 13 og 18. Aðstandendur Ívars hafa staðið fyrir slíkri fjáröflun á kosningadag í árafjöld. Íþróttafélagið Ívar hvetur alla til að kjósa gott málefni, íþróttaiðkun fatlaðra Vestfirðinga, með því að kaupa barmmerki eða penna félagsins.
bryndis@bb.is