Bandarískur leikstjórnandi til Vestra

Andre Cornelius og Yngvi Páll Gunnlaugsson þjálfari Vestra.

Bandaríski bakvörðurinn Andre Cornelius er genginn til liðs við Vestra. Andre er fjölhæfur leikstjórnandi sem býr yfir miklum hraða og snerpu. Hann lék með George Mason háskólanum í Bandaríkjunum en hefur einnig leikið eitt tímabil í Frakklandi sem atvinnumaður. Andre lenti á Íslandi í gærmorgun og kom beint vestur. Hann náði því að taka þátt í æfingu kvöldsins og er tilbúinn í slaginn í kvöld þegar Vestri mætir Fjölni á Jakanum kl. 19.15.

smari@bb.is

DEILA