Sennilega yngsti leikmaður 1. deildar

Vestri barðist hetjulega við BF frá Siglufirði á sunnudaginn í Bolungarvík en varð að lúta í lægra hald, þar með hefur liðið sem sigraði deildina í fyrra tapað fyrsta leik tímabilsins. Illa fjarri var Jón Kristinn Helgason og sömuleiðis er spilandi þjálfari liðsins, Tihomir Paunovski meiddur og munaði um þá tvo á vellinum.  Kári Eydal sem fæddur er 2004 stóð sig frábærlega sem frelsingi og svo sannarlega verður að gaman að fylgjast með þessum snara og efnilega blakara í framtíðinni. Vestri liðinu hefur borist góður liðstyrkur í Mateuz Klóska og var hann betri en enginn í leiknum.

bryndis@bb.is

DEILA