Á bak við tjöldin

Það eru ekki allir sem gera sér grein fyrir að á bak við árangursríkt íþróttalið stendur harðsnúið lið foreldra og áhugafólks sem sér um að allt gangi upp, á æfingum og á keppnisdögum, sér um að góðir þjálfarar séu ráðnir, að til sé fjármagn til greiða fyrir þjálfara og jafnvel leikmenn, skipuleggja keppnisferðir, sinna sjoppu o.fl. o.fl.

Á leik Vestra og Fsu á föstudag var dugnaðarforkunum Heiðrúnu Tryggvadóttur og Guðfinnu M. Hreiðarsdóttir þakkað fyrir vel unnin störf við Körfuboltabúðir Vestra en þær hlutu á dögunum hvatningarverðlaun UMFÍ 2017. Án barna- og unglingastarfs er ómögulegt að halda úti meistaraflokkum.

Sigríður Lára Gunnlaugsdóttir, Heiðrún Tryggvadóttir, Guðfinna Hreiðarsdóttir og Hildur Elísabet Pétursdóttir

Á leiknum var styrktarsamningur við Nettó undirritaður en stuðningur fyrirtækja á svæðinu er allri íþróttastarfsemi nauðsynlegur.

Ingólfur Þorleifsson og Ingólfur Ívar Hallgrímsson

Síðast en ekki síst má nefna framlag körfuboltaunnanda Vestra númer eitt, hann Dag sem mætir á alla leiki ef hann á heimangengt og í meðfylgjandi myndbandi má sjá hann taka til hendinni eftir leik.

bryndis@bb.is

DEILA