Föstudagur 18. apríl 2025

Félagsvísindastofnun gerir íbúakönnun um sundlaugamál

Auglýsing

Bæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur samþykkt að leggja til við bæjarstjórn að fá Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands til að framkvæma íbúakönnun vegna málefna Sundhallarinnar á Ísafirði. Bærinn gekkst fyrir hugmyndasamkeppni um breytingar á Sundhöllinni á síðasta ári og voru niðurstöður kynntar í febrúar síðastliðnum. Fyrstu verðlaun fóru til Kanon arkitekta ehf.

Málefni Sundhallarinnar hafa verið tilefni deilna í sveitarfélaginu um langt skeið og sitt sýnist hverjum um framkvæmdir sem kosta fleiri hundruð milljónir án möguleika á lengri laug, nokkuð sem sundfólk í sveitarfélaginu hefur kallað eftir lengi.

Með íbúakönnuninni að leiða fram vilja íbúanna sjálfra á málinu.

Í svari bæjarritara við fyrirspurn Daníels Jakobssonar, oddvita Sjálfstæðisflokks, kemur fram að kostnaður við hugmyndasamkeppni Sundhallarinnar nemur 13,6 milljónum kr.

smari@bb.is

Auglýsing

Nýtt á BB

Auglýsing
Auglýsing

Fleiri fréttir