Stofninn ekki eins sterkur í rúma öld

Arnarhreiður við Breiðfjörð.

Hafarnarstofninn hefur ekki verið jafn sterkur og nú síðan í lok 19. aldar. Hafarnarpörin voru 76  í sumar og fjölgaði um tvö frá því í fyrra. Þá komust upp 36 ungar úr 28 hreiðrum, en 51 par reyndi varp í sumar. Yfirleitt eru það sömu óðulin ár eftir ár þar sem varp gengur best. Þetta kemur fram í viðtali Morgunblaðsins við Kristin Hauk Skarphéðinsson hjá Náttúrufræðistofnun Íslands.

Ernir hafa sést í auknum mæli í námunda við gamla varpstaði. Nú sjást fullorðnir fuglar t.d. á Suðurlandi alveg fram á varptímann. Hafarnavarpið er þéttast við sunnanverðan Breiðafjörð og þéttist stöðugt. Á varpsvæði þar sem var eitt par fyrir 50 árum verpa nú átta pör

Haförninn er staðfugl. Hann var áður dreifður um land allt en höfuðstöðvarnar hafa ávallt verið á Vestfjörðum og á Vesturlandi. Þar hélt hann velli þrátt fyrir skefjalausar ofsóknir undir lok 19. aldar. Hann var alfriðaður 1913 en var þrátt fyrir það nærri útdauður um 1960, þá voru aðeins um 20 hjón í stofninum.

smari@bb.is

DEILA