Niðurstöður úr seinna sýni sem var tekið úr vatnsveitu Bolungarvíkur gefa til kynna að vatnsveitan sé í lagi og ekki er lengur þörf á vatnssuðu. Á fimmtudag í síðustu viku kom upp bilun í geislunarbúnaði og við sýnatöku kom í ljós saurgerlamengun í vatni. Búnaðurinn var lagaður samdægurs og annað sýni tekið sem eins og fyrr segir reyndist í lagi.
smari@bb.is