Á sunnudaginn verður árlegt fyrirtækjamót Ívars í Boccia. Mótið er opið öllum og einu skilyrðin fyrir þátttöku er að vera með lið skipað tveimur einstaklingum. Það geta verið vinnufélag, fjölskyldumeðlimir og ef á þarf að halda geta liðsmenn Ívars fyllt upp í lið. Veittur er farandbikar fyrir fyrsta sæti og að auki verða ýmis aukaverðlaun svo sem fyrir bestu liðsheild, besta búnin og fleira.
Sú nýbreytni verður í ár er að fyrirækjum verður gefinn kostur á að skora á önnur fyriræki og verður séð til þess að þau verði í sama riðli. Mótið verður á sunnudaginn í íþróttahúsinu á Torfnesi og hefst kl. 13.30. Tekið er við skráningum í síma 863 1618 og 893 4393 eða á ivarithrottafelag@gmail.com fram til kl 13 á föstudaginn.
smari@bb.is