Dregið var í 16-liða úrslitum í bikarkeppni í körfubolta í dag. Í hlut Vestra kom verðugur andstæðingur, bikar- og Íslandsmeistar KR og verður leikið í Reykjavík. Leikirnir í 16-liða úrslitunum verða dagana 4.-6. nóvember. Vestri komst í 16-liða úrslitin með 68 : 106 sigri á Sindra um síðustu helgi.
16 liða úrslit karla
Njarðvík – Grindavík
ÍR – Snæfell
Þór Ak – Höttur
KR – Vestri
Njarðvík b/Skallagrímur – Haukar
Keflavík – Fjölnir
Valur – Tindastóll
KR b – Breiðablik
smari@bb.is