Fresturinn að renna út

Framboðsfrestur rennur út klukkan tólf á hádegi og þurfa flokkarni að skila framboðslistum til yfirkjörstjórna í hverju kjördæmi. Þjóðskrá hefur sett upp sérstakt kerfi fyrir flokkana svo þeir geti sjálfir farið yfir listana. Auk framboðslista þurfa þeir flokkar sem hyggjast bjóða fram að leggja fram skriflega yfirlýsingu frá kjósendum í hverju kjördæmi, og er fjöldi meðmælenda sem skylt er að afla misjafn eftir kjördæmum. Á kosningaveg dómsmálaráðuneytisins kemur fram að fæsta meðmælendur þarf í Norðvesturkjördæmi eða 240, enda er eru fæstir á kjörskrá í kjördæminu. Flestir kjósendur eru í Suðvesturkjördæmi og þar þarf að minnsta kosti 390 meðmælendur. Enginn kjósandi getur mælt með fleiri en einum framboðslista. Þar kemur fram að skrifi kjósandi sig á fleiri en einn lista verði hann strikaður út á þeim öllum.

smari@bb.is

DEILA