Gylfi Ólafsson, heilsuhagfræðingur og aðstoðarmaður fjármála-og efnahagsráðherra, leiðir lista Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi fyrir alþingiskosningarnar í lok október. Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar er í 7. sæti og Indriði Indriðason sveitarstjóri Tálknafjarðarhrepps í 13. sæti.
Framboðslisti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi er eftirfarandi:
- Gylfi Ólafsson, heilsuhagfræðingur
- Lee Ann Maginnis, lögfræðingur
- Haraldur Sæmundsson, matreiðslumeistari
- Sigrún Helga Lund, dósent í tölfræði
- Jón Ottesen Hauksson, framkvæmdastjóri
- Ása Katrín Bjarnadóttir, nemi
- Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri
- Ragnheiður Jónasdóttir, verkefnastjóri
- Sturla Rafn Guðmundsson, svæðisstjóri RARIK
- Arnheiður Steinþórsdóttir, sagnfræðinemi
- Ragnar Már Ragnarsson, byggingarfræðingur
- Unnur Björk Arnfjörð, skólastjóri
- Indriði Indriðason, sveitastjóri
- Berglind Long, matreiðslumaður
- Pálmi Pálmason, fv. framkvæmdastjóri
- Jóhanna Guðrún Jónasdóttir, leikskólakennari
bryndis@bb.is