Á morgun kl. 18:00 tekur Vestri á móti Gnúpverjum í sínum þriðja leik í 1. deild karla í körfubolta.
Vestri hóf veturinn með glæstum sigri á Snæfelli en laut svo í gras fyrir Breiðablik, Gnúpverjar hafa leikið einn leik í deildinni það sem af er, það var tapleikur við Breiðablik.
Þann 20. október sækir lið FSu Vestra heim og þann 27. október er það Fjölnir sem leggur land undir fót og etur kappi við okkar menn.
Þess má geta að strax að leik loknum mætast B-lið Vestra og KR í 32 liða úrslitum Maltbikarsins, áætlað er að sá leikur hefjist um kl. 20:00
bryndis@bb.is