Það hefur væntanlega ekki farið fram hjá neinum að íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu hefur tryggst sér þátttöku í HM og verða þar fulltrúar langfámennustu þjóðarinnar sem komist hefur í þann fína selskap. Má leiða að því líkum að talsvert margir munu fylgjast með okkar mönnum í Rússlandi næsta sumar.
Frammistaða landsliðsins hefur að vonum vakið mikla athygli og í Þýskalandi hefur partíbandið Radspitz hent í slagara um okkar menn og húið góða.
bryndis@bb.is