Af og frá að innheimta veggjöld

Valgerður Gunnarsdóttir.

„Þetta var misskilningur milli mín og blaðamanns og ég hef beðið Fréttablaðið um leiðréttingu,“ segir Valgerður Gunnarsdóttir, formaður samgöngunefndar Alþingis. Á forsíðu Fréttablaðsins í dag er haft eftir henni að mögulega verði gjaldtaka í Dýrafjarðargöngum. „Það er af og frá að það verði gjaldtaka í Dýrafjarðargöngum,“ segir Valgerður. Hún segir að frá því að fréttin birtist í dag hafi hún fengið símtöl frá fólki að vestan þar sem hún var spurð út í málið. „Og það er vel skiljanlegt. En ég get fullvissað Vestfirðinga um að það stendur ekki til að innheimta gjald í Dýrafjarðargöngum,“ segir Valgerður.

Framkvæmdir við Dýrafjarðargöng hófust í síðasta mánuði og samkvæmt áætlunum verða þau fullbúin haustið 2020.

DEILA