Gísli mætir á Gíslastaði

Gísli Einarsson

Sagnamaðurinn og Landastjórinn Gísli Einarsson er þekktur sögumaður. Nú mætir Gísli loksins á Gíslastaði í Haukadal í Dýrafirði og verður með einstaka sagnastund í kvöld. Í sagnaskemmtun sinni mun Gísli fjalla um nauðsyn þess að segja sögur og fer sagan um víðan völl allt frá Agli Skallagrímssyni til Hellismanna og Harðarhólma og allt þar á milli.

Miðasala verður á staðnum og léttar veitingar í boði á léttu verði og verzlunin að sjálfsögðu opin.

bryndis@bb.is

DEILA