Býður fram í öllum kjördæmum

Von er á fram­boðslist­um og mál­efna­skrá Miðflokksins fyr­ir viku­lok. Þetta kemur fram í viðtali mbl.is við Svan Guðmundsson, kosningarstjóra flokksins. Flokkurinn ætlar að bjóða fram í öllum kjördæmum. Ekki hefur spurst út hver verður oddviti flokksins í Norðvesturkjördæmi en við brotthvarf Gunnars Braga Sveinssonar úr Framsóknarflokknum beindust sjónir að honum, enda var Gunnar Bragi einarður stuðningsmaður Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar á þeirra tíð í Framsóknarflokknum. Í svari til bb segir Gunnar Bragi að hann ætli ekki í framboð fyrir flokkinn í kjördæminu.

Það er óhætt að segja að Miðflokkurinn hafi fengið fljúgandi start í fyrstu skoðanakönnun sem birtist eftir að Sigmundur Davíð yfirgaf Framsóknarflokkinn og tilkynnti nýtt framboð. Flokkurinn mældist með 7,3% fylgi. Svanur segir í viðtali mbl.is að hann stefni á að þrefalda fylgið og er markið sett á 21%.

smari@bb.is

DEILA