Kjördæmisráð Sjálfstæðisflokksins þingaði í Borgarnesi í gær. Tillaga stjórnar kjördæmisráðs um að leggja fram óbreyttan lista frá því í þingkosningunum fyrir ári var samþykkt. Í efstu þremur sætunum eru Haraldur Benediktsson alþingismaður, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og Teitur Björn Einarsson alþingismaður.
Framboðslisti Sjálfstæðisflokksins:
- Haraldur Benediktsson frá Vestra-Reyni, bóndi og alþingismaður.
- Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir frá Akranesi, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og lögfræðingur.
- Teitur Björn Einarsson frá Flateyri, alþingismaður og lögfræðingur.
- Hafdís Gunnarsdóttir frá Ísafirði, forstöðumaður
- Jónína Erna Arnardóttir í Borgarnesi, tónlistarkennari og sveitarstj.ftr.
- Aðalsteinn Orri Arason frá Varmahlíð, verktaki og búfræðingur.
- June Scholtz frá Hellissandi, fiskvinnslukona.
- Unnur Valborg Hilmarsdóttir frá Hvammstanga, oddviti Húnaþings vestra.
- Ásgeir Sveinsson frá Patreksfirði, form. bæjarráðs Vesturbyggðar og bóndi.
- Steinunn Guðný Einarsdóttir frá Flateyri, ferðamálafræðingur.
- Sigríður Ólafsdóttir frá Víðidalstungu, ráðunautur og sauðfjárbóndi.
- Böðvar Sturluson úr Stykkishólmi, framkvæmdastjóri og vörubifr.stjóri.
- Pálmi Jóhannsson úr Búðardal, framkvæmdastjóri og pípulagningamaður.
- Guðmundur Brynjar Júlíusson frá Akranesi, nemi.
- Þrúður Kristjánsdóttir úr Búðardal, fyrrverandi skólastjóri.
- Einar Kristinn Guðfinnsson frá Bolungarvík, fv. forseti Alþingis
smari@bb.is