Á laugardaginn fór fram lokahóf knattspyrnudeildar Vestra. Þrátt fyrir að gengi liðsins í sumar hafi verið vonbrigði gátu leikmenn, stjórn og velunnarar skemmt sér vel um kvöldið og lögðu línurnar fyrir næsta keppnistímabil. Þrír leikmenn fengu viðurkenningar, þeir Pétur Bjarnason sem var markahæstur í sumar, Daði Freyr Arnarsson sem var valinn leikmaður ársins og Þórður Gunnar Hafþórsson sem var valinn efnilegasti leikmaður meistaraflokks.
smari@bb.is