Handbendi er brúðuleikhús með höfuðstöðvar á Hvammstanga og á sunnudaginn kl. 17:00 sýnir Handbendi brúðuverkið Tröll eftir Gretu Clough í Félagsheimili Bolungarvíkur.
Síðar mun verkið verða sýnt á nokkrum stöðum á Norðurlandi, og eftir að sýningum á Íslandi lýkur mun verkið fara til South Bank Centre í Lundúnum. Það er einstakur viðburður að verk frá atvinnuleikhúsi sem rekið er í litlu þorpi eins og Hvammstanga sé að fara að sýna í jafn glæsilegu húsi og South Bank Centre er, við bakka Thames í miðborg Lundúna. Tröll hefur verið sýnt rúmlega 30 sinnum nú þegar, og mun fá 40 sýningar í viðbót áður en október rennur sitt skeið. Tröll verða sýnd í Tjarnarbíó þann 30. september og fara leikferð um Norðurland til 5. október þegar sýningin heldur til Lundúna til mánaðarloka, og lýkur leikferðinni í South Bank Centre. Handbendi er líka að sýna Kúrudag víða um heim, og býður upp á brúðusýninguna Búkollu fyrir skóla á Íslandi í gegnum verkefnið List fyrir alla.
bryndis@bb.is