Bjarni Benediktsson forsætisráðherra hefur boðað komu sína á fyrirhugaðan íbúafund á Ísafirði á sunnudaginn og samkvæmt heimildum bb.is hefur það ekki gerst áður að forsætisráðherra mæti á opinn íbúafund á Ísafirði, nema hugsanlega fundi sem haldin er af eigin stjórnmálaflokki.
Áður hefur komið fram að framsögumenn eru Pétur Markan formaður Fjórðungssambands Vestfirðinga, Eiríkur Örn Norðdahl, Guðrún Finnbogadóttir og Gunnar Tryggvason.
Í pallborði á fundinum verða :
- Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra,
- Jón Gunnarsson, ráðherra samgöngu- og sveitarstjórnarmála,
- Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, ráðherra sjávarútvegs- og landbúnaðarmála,
- Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, iðnaðar og nýsköpunar.
- Gunnar Tryggvason, KPMG.
- Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands.
- Jón Páll Hreinsson bæjarstjóri Bolungarvíkurkaupstaðar
- Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar
- Pétur G. Markan sveitarstjóri Súðavíkurhrepps og formaður Fjórðungssambands Vestfirðinga
- Indriði Indriðason sveitarstjóri Tálknafjarðarhrepps
- Friðbjörg Matthíasdóttir, starfandi bæjarstjóri Vesturbyggðar
- Ingibjörg Birna Erlingsdóttir sveitarstjóri Reykhólahrepps
- Eva Sigurbjörnsdóttir oddviti Árneshrepps
Ráðherrar og formaður Náttúrusamtaka Íslands munu hafa stutt innlegg fyrir pallborðsumræður og fulltrúar sveitafélaga munu svo sitja fyrir svörum.
bryndis@bb.is