Bílvelta var á Súðavíkurhlíð í gærkvöldi. Ökumaður missti stjórn á bifreið sinni í hálku og rann út af veginum þar sem bíllinn fór eina veltu. Ökumaður var einn í bílnum og slasaðist hann ekki við óhappið og segir Hlynur Snorrason yfirlögregluþjónn á Ísafirði öryggisbeltin þarna enn og aftur hafa sannað gildi sitt.