Það er langt frá því að vera ókeypis að blása til alþingiskosninga. Samkvæmt svari innanríkisráðuneytisins við fyrirspurn fréttastofu RÚV kosta kosningarnar um 350 milljónir króna. Kosningar til Alþingis haustið 2016 kostuðu 350 milljónir króna og ráðuneytið gerir ráð fyrir að kostnaður verði svipaður við komandi kosningar.
Í dómsmálaráðuneytinu er undirbúningur hafinn með hefðbundnum hætti. Utankjörfundarkosning getur hafist frá og með deginum í dag og skrá yfir listabókstafi framboða síðustu kosninga á að birtast í dag.
Vefurinn kosning.is verður virkjaður vegna kosninganna og má búast við að hann geti farið af stað eigi síðar en í vikulok.
Kosning utankjörfunar hófst í dag og verður hægt að greiða atkvæði hjá sýslumönnum og erlendis á skrifstofu sendiráðs, í sendiræðisskrifstofu eða í skrifstofu kjörræðismanns samkvæmt nánari ákvörðun utanríkisráðuneytisins.
smari@bb.is