Vegagerð í Gufudalssveit og á Dynjandisheiði eðlilegt framhald

Í ræðu Jóns Gunnarssonar samgönguráðherra á hátíðarsprengingu Dýrjafjarðarganga í gær kom fram framkvæmd ganganna væri langþráð en tók fram að eðlilegt og nauðsynlegt framhald hennar væri uppbygging heilsársvegar um Dynjandisheiði svo og framhald vegagerðar um Gufudalssveit. Með því kæmust Vestfirðingar öruggt í vegasamband og væri brýnt að fjármagna þær framkvæmdir sem fyrst.

Þá sagði hann að eftir ferðir sínar um landið í sumar, meðal annars um Vestfirði, væri augljóst að bjartsýni ríkti um uppbyggingu í atvinnulífi í fjórðungnum og ekki síst kallaði atvinnurekstur á umbætur í samgöngum.

smari@bb.is

DEILA