Það er í dag sem hátíðarsprenging Dýrafjarðarganga fer fram. Dagskráin við gangamunna Arnarfjarðarmegin hefst kl. 14:15 með Barbörathöfn en Barbara er verndardýrlingur námumanna hjá  kaþólikkum og jarðgangamenn teljast námumenn í þessu tilfelli.  Í Arnarfirði eru það Tékkar sem grafa og hafa þá venju að setja líkneski við gangamunna og helga líkneskið  í upphafi verks með sérstakri athöfn. Síðan verður boðið upp á kaffiveitingar og ávörp en sjálf sprengingin er áætluð kl. 16:00.

Til upplýsingar má nefna að gert er ráð fyrir að bílum sé lagt á þjóðveginn fyrir neðan munnasvæðið og verð settar upp sérstakar vegmerkingar vegna þess.

Það var árið 1996, þann 14. september sem haldin var formleg vígsluathöfn í Vestfjarðargöngum svo það er vel við hæfi að hátíðarsprenging Dýrafjarðarganga falli á sama dag.

Dagskráin.

14:15        Barböruathöfn við stafn ganga

14:45        Kaffiveitingar í skemmu verktaka á verkstað

Ávörp: Ráðherra, vegamálastjóra, fulltrúar verktaka og sveitarstjórnar

16:00       Hátíðarsprenging – áætluð

Dagskrá í skemmu verktaka heldur áfram og ræðuhöldum lýkur

17:00      Formlegri dagskrá líkur.

bryndis@bb.is

DEILA