Laugardagur 12. apríl 2025

Þurfum rannsókn á samstarfi sveitarstjóra og skipulagsstofnunar

„Endanlegrar ákvörðunar er að vænta um áramótin,“ er haft eftir sveitarstjóra Reykhólahrepps á vef bb.is í gær. Ákvörðunar um hvað? Hún virðist ekki hafa lesið niðurstöðu umhverfismats Vegagerðarinnar þar sem ákvörðun um val á leið er mjög vel rökstudd, af fimm leiðum er Teigsskógur talin besta leiðin. Hún virðist vilja halda á lofti fullyrðingum andstæðinga vegarins um að Hæstiréttur hafi staðfest neitun Skipulagsstofnunar á veglínu. Umverfisráðherra samþykkti skipulagið en dómur Hæstaréttar felldi einungis úr gildi ákvörðun Jónínu Bjartmarz með fáránlegum rökum. Ég skora á Alþingi að skera nú á hnútinn en legg til eftirfarandi sem almennur borgari með rétt til að fá upplýsingar og ekki síður að löggjafinn, Alþingi, læri hvernig stjórnsýslan á ekki að vinna.

Nauðsynlegt er að fram fari rannsókn á samskiptum sveitarstjóra Reykhólahrepps og forstjóra Skipulagsstofnunar undanfarna mánuði og ár. Rannsóknin fari fram á grundvelli upplýsingalaga. Rannsakendur væru t.d. fréttamenn RÚV og niðurstöður ætti birta í Kastljósi. Báðir aðilar eru stjórnvald sem á að vinna fyrir opnum tjöldum en ekki með stofnanaofbeldi.

 Kristinn Bergsveinssson frá Gufudal

Es. Okkur bræður, Finnur og ég, langar mikið að vera við borðaklippingu að loknu verki.

Auglýsing

Mest lesið

Auglýsing

Fleiri greinar