Vestfirska listamenn aftur vestur

Fjórðungssamband Vestfirðinga auglýsir nú eftir styrkjum úr nýjum sjóð sem heitir Straumar. Fyrirmynd Strauma er norskt verkefni sem þróað var í Vesterålen og hafa bæði Menningarráð Eyþings og Austurbrú nýtt sér þessa hugmyndafræði og eru Straumar hluti af Sóknaráætlun Vestfjarða.

Sjóðurinn er ætlaður fyrir brottflutta listamenn, á aldrinum 20 – 35 ára, sem hafa áhuga á að koma á sínar heimaslóðir og iðka eða sýna list sína. Umsóknarfrestur er til 24. september og þegar honum lýkur verður valinn hópur úr ólíkum listgreinum. Hópurinn hittist síðan og ræðir verkefnin og vonast er til að það samtal leið af sér samvinnu listafólksins. Að sögn Skúla Gautasonar, menningarfulltrúa Vestfjarða, eru mikla væntingar bundnar við verkefnið, sérstaklega til samstarfs listafólks úr ólíkum greinum en af slíku hafa oft skapast nýstárlegir og spennandi listgjörningar. Skúli hvetur Vestfirðinga að hnippa í sitt fólk sem hrærist í listaheiminum og hvetja það til að sækja um.

bryndis@bb.is

DEILA