Sundlaugin á Flateyri hefur verið lokuð frá því um miðja síðustu viku en bót í máli er að heitu pottarnir sívinsælu hafa verið opnir. Ástæða lokunarinnar er bilun í hreinsibúnaði sem erfitt hefur reynst að komast fyrir. Samkvæmt upplýsingum frá Ísafjarðarbæ er stefnt á opnun laugarinnar í dag.
smari@bb.is