Ráðherra hefur skipað starfshóp sem falið verður að finna ásættanlega lausn á framtíð Reykjavíkurflugvallar. Þetta kom fram á fundi samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis um öryggishlutverk Reykjavíkurflugvallar sem fram fór í Iðnó fyrr í dag.
Nefndina skipa Hreinn Loftsson hæstaréttarlögmaður, sem er jafnframt formaður nefndarinnar, Dagur B. Eggertsson borgarstjóri, Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir fyrrverandi sveitarstjóri á Tálknafirði, Róbert Guðfinnsson athafnamaður á Siglufirði og Linda Gunnarsdóttir flugstjóri.
Jón segir í samtali við mbl.is að skipan nefndarinnar vera í samræmi við stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar. Þar segir meðal annars að ríkisstjórnin muni beita sér fyrir lausn á áratugadeilu um framtíð Reykjavíkurflugvallar með því að stofna til formlegra viðræðna samgönguyfirvalda, heilbrigðisyfirvalda, Reykjavíkurborgar, annarra sveitarfélaga og hagsmunaaðila.