Síðasti Fokkerinn farinn

Síðasta Fokk­er-vél Air Ice­land Conn­ect flaug af landi brott frá Reykja­vík­ur­flug­velli í morg­un. Þetta eru mik­il tíma­mót hjá flug­fé­lag­inu því Fokk­er-vél­ar hafa verið í rekstri þess frá ár­inu 1965, eða í yfir hálfa öld. Flug­vél­inni var flogið til Hol­lands þar sem nýir eig­end­ur frá Kan­ada taka við henni.

Vél­in sem tók á loft í morg­un er Fokk­er-50 sem kall­ast TF-JMS. Hún er síðust af fjór­um Fokk­er-50 vél­um sem kanadíska fyr­ir­tækið Avmax keypti af Air Ice­land Conn­ect. Vélin var ein af sex Fokker 50 vélum sem voru keyptar nýjar til landsins árið 1991.

smari@bb.is

DEILA