Þriðjudagur 29. apríl 2025

Skiptimarkaður og heimsmarkmið

Auglýsing

Skiptimarkaður fyrir plöntur og púsl verður í gangi alla vikuna (28. apríl – 3. maí) á Bókasafninu á Ísafirði.

Hægt er að koma með púsl, plöntur eða afleggjara og setja á skiptimarkaðinn og takið eitthvað nýtt með heim.

Viðburðurinn er haldinn í tilefni Viku 17 sem er  alþjóðleg vika Heimsmarkmiðanna á bókasöfnum og er markmiðið að stuðla að hringrásarhagkerfi og ábyrgri neyslu.

Hvað eru heimsmarkmiðin?

Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun voru samþykkt af fulltrúum allra aðildarríkja Sameinuðu þjóðanna í september árið 2015. Heimsmarkmiðin eru margþætt og metnaðarfull og krefjast þátttöku og samstarfs ólíkra hagsmunaaðila.

Auglýsing

Auglýsing

Nýtt á BB

Auglýsing
Auglýsing

Fleiri fréttir