Þriðjudagur 29. apríl 2025

Dynjandisheiði: framkvæmdir að hefjast við 3. áfanga

Auglýsing

Í nýútkomnum framkvæmdafréttum Vegagerðarinnar er sagt frá því að búið er að undirrita verksamning um 3. áfangann á Dynjandisheiði og eru framkvæmdir að hefjast.

Verkið felst í nýbyggingu Vestfjarðavegar á um 7,2 km kafla, ásamt um 0,8 km kafla á Dynjandavegi. Vegurinn verður að mestu leyti byggður í nýju vegstæði en að hluta til í núverandi vegstæði. Inn í verkinu er einnig gerð keðjunarplans og gerð áningarstaðar. Verktaki mun hefjast handa innan skamms en Borgarverk sinnir þegar tveimur öðrum framkvæmdaverkum á svipuðum slóðum, annars vegar fyllingum vegna þverunar Gufufjarðar og Djúpafjarðar og hins vegar verkefni við snjóflóðavarnir nærri Flateyri.
Verkinu skal að fullu lokið 30. september 2026.

Kort sem sýnir framkvæmdasvæði 3. áfanga Vestfjarðavegar um Dynjandisheiði.

Auglýsing

Auglýsing

Nýtt á BB

Auglýsing
Auglýsing

Fleiri fréttir