Hafnastjórn Ísafjarðarbæjar hefur samþykkt að semja við Keyrt og mokað ehf um gerð fyrirstöðugarða við Suðurtanga og Norðurtanga á Ísafirði.
Verkinu á að vera lokið 30. júní 2025.
Tvö tilboð bárust. Annað var frá Keyrt og mokað ehf og var 4.950 þús. kr. og hitt kom frá Grjótverk ehf og var 8.760 þús kr.
Hafnastjórnin samþykkti að taka tilboði lægstbjóðanda og fól hafnastjóra að vinna málið áfram.