Dregið var í 16-liða úrslit Mjólkurbikars karla í hádeginu í dag í höfuðstöðvum KSÍ í Laugardal.
Fjórir Bestu deildarslagir komu upp úr pottinum; KA mætir Fram, KR fær ÍBV í heimsókn, ÍA fær Aftureldingu og auk þess sem Íslandsmeistarar Breiðabliks taka á móti Vestra.
16-liða úrslitin fara fram dagana 14. og 15. maí og þá leika:
KA – Fram
KR – ÍBV
Breiðablik – Vestri
Kári – Stjarnan
Valur – Þróttur R.
ÍA – Afturelding
Selfoss – Þór
Keflavík – Víkingur Ó