Menntaskólinn á Ísafirði mun í sumar setja upp sólarselluvirki og smáhýsi er geymir rafhlöðu og stýringar. Um er að ræða samvinnuverkefni Menntaskólans með Orkubúi Vestfjarða og Bláma um rannsóknir og mælingar á sólarorku á norðurslóðum.
Skipulags- og mannvirkjanefnd Ísafjarðarbæjar hefur fjallað um umsókn Menntaskólans og gerir ekki athugasemd við hana og telur að ekki þurfi grenndarkynningu.
Byggingarfulltrúi hefur í framhaldinu samþykkt framkvæmdina.
Sellurnar eru 375W og verða settar upp í sumar.
Nemendur í trésmiðadeild sjá um að byggja undirstöður og Orkubu Vestfjarða og Blami verða nemendum innan handar við uppsetningu og rekstur.
Tilgangurinn er að kynna fyrir nemendum framleiðslu á solarsellurafmagni.