Um þrjátíu manns voru í helgigöngu í Önundarfirði í gær, förstudaginn langa. Gengið var frá Kirkjubólskirkju í Valþjófsdal og inn að Holti. Halla Signý Kristjánsdóttir sagði að helgigangan hefði verið farið síðustu tuttugu árin eða svo og væri annað hvert ár gengið frá Flateyri og hitt árið frá Kirkjubóli en í báðum tilvikum inn að preststaðnum Holti. Byrjað hafi verið á þessu í tíð Stínu Gísladóttur, sem var prestur í Holti í byrjun aldarinnar.
Göngumenn fengu gott veður, stillt og sólskin en fremur kalt. Sr. Magnús Erlingsson las fyrir þátttakendur bæði í upphafi göngunnar og í lokin.

Sr. Magnús með upplestur.
Myndir: Halla Signý Kristjánsdóttir.