Karlalið Vestra fékk í gær HK í heimsókn á Kerecis völlinn á Torfnesi í 32 liða úrslitum í bikarkeppni KSÍ. HK féll úr Bestu deildinni í fyrra og leikur í Lengjudeildinni í sumar.
Vestri byrjaði mun betur og komst í 2:0 en HK tókst að jafna leikinn fljótlega í seinni hálfleik. Vestri komst aftur yfir 3:2 skömmu fyrir leikslok með marki Daða Bergs Jónssonar. Aftur sneri HK leiknum sér í vil og jafnaði leikinn nánast um hæl og þurfti því að framleingja leikinn. Ekkert mar var skorað í framlengingunni og þurfti því vítaspyrnukeppni til að útkljá viðureignina.
Þar hafði Vestri betur og er því kominn í 16 liða úrslitin.