Á Sumardaginn fyrsta þann 24. apríl verður boðið upp á tvö námskeið í Grunnskólanum á Reykhólum.
Það fyrra er kl. 09:00-12:00 og þar verður kennd ferskostagerð.
Ferskostar eru eitthvað sem auðvelt er að gera í eldhúsinu heima hjá sér. Ferskostar er tegund af ostum sem þurfa ekki langan tíma til að verkast. Á námskeiðinu munu þátttakendur gera sína eigin útfærslu á þekktum ferskostum, Ricotta og salatosti sem eru með ólíka áferð.
Á seinna námskeiðinu kl. 13:00 – 16:00 verður farið yfir hvernig kjöt er grafið og þurrkað.
Farið verður í gegnum ferlið við það að þurrka og grafa kjöt. Hvað ber að varast við umgengni á hráverkuðu kjöti. Farið yfir söltun, val á kryddum, verkunartíma og geymsluþol.
Námskeiðin eru gjaldfrjálst en skráningar er á https://docs.google.com/…/1FAIpQLSf…/viewform…