Sunnudagur 20. apríl 2025

Rúmlega 80 þúsund erlendir ríkis­borgarar voru búsettir á Íslandi 1. apríl

Auglýsing

Alls voru 80.867 erlendir ríkisborgarar skráðir með búsetu hér á landi þann 1. apríl sl. og fjölgaði þeim um 321 einstaklinga frá 1. desember 2024 eða um 0,4% samkvæmt tölum frá Þjóðskrá

Ríkisborgurum frá Úkraínu og Palestínu heldur áfram að fjölga. Frá 1. desember sl. fjölgaði Úkraínskum ríkisborgurum um 153 eða 3,2% og eru nú 4.987og ríkisborgurum frá Palestínu fjölgaði um 26 eða 3,2% og eru 836

Pólskum ríkisborgurum fækkaði á sama tíma um 189 og eru nú 26.350 pólskir ríkisborgarar með lögheimili á Íslandi.

Næst á eftir Pólverjum í fjölda eru 6,213 frá Litháen og 5,144 frá Rúmeníu.

Á sama tímabili fjölgaði íslenskum ríkisborgurum um 523 einstaklinga eða um 0,2% og eru 326.023.

Auglýsing

Nýtt á BB

Auglýsing

Fleiri fréttir