Vegagerðin hefur auglýst rekstur á áætlunarflugi á Íslandi – sérleyfissamningur, á eftirfarandi flugleiðum:
1. (F1) Reykjavík – Gjögur ‐ Reykjavík
2. (F2) Reykjavík – Bíldudalur ‐ Reykjavík
Samningstími er 3 ár, frá 16. nóvember 2025 til 15. nóvember 2028, með möguleika á framlengingu tvisvar sinnum, eitt ár í senn.
Útboðsgögn eru aðgengileg og verða afhent í rafræna útboðskerfinu TendSign frá og með fimmtudeginum 27. febrúar 2025 og skal tilboðum skilað rafrænt í því útboðskerfi fyrir kl. 14:00 þriðjudaginn 1. apríl 2025.
Norlandair sem sinnir áætlunarflugi á milli Reykjavíkur og Bíldudals hefur flogið þangað flesta daga vikunnar og til Gjögurs hefur flugfélagið flogið tvisvar í viku.
Haustið 2020 gekk Vegagerðin frá samkomulagi við Norlandair um flug á þessum flugleiðum sem var kært til kærunefndar útboðsmála. Eftir að kærunefnd útboðsmála aflétti stöðvunarkröfu tók Vegagerðin nýja ákvörðun um val tilboða þann 14. október, það val var einnig kært.
Kærunefnd útboðsmála aflétti stöðvun og heimilaði samninga þann 30. október 2020.