Vörumessa Menntaskólans

Vörumessa Menntaskólans á Ísafirði verður haldin fimmtudaginn 3. apríl kl. 13:30 – 17:00 í húsnæði Vestfjarðastofu við Suðurgötu 12 Ísafirði.

Vörumessan er kynning á verkefnum nemenda sem þau hafa unnið í áfanganum Hugmyndir og nýsköpun og er hún vettvangur fyrir unga frumkvöðla, fyrirtæki og samfélagið að þróa nýjar hugmyndir og lausnir á Vestfjörðum. 

Áhersla er á samstarfi við fyrirtæki/ráðgjafa á svæðinu og að nemendur vinni sjálfstætt að því að þróa nýsköpunarlausn. Verkefnið eykur færni þeirra til nýsköpunar, atvinnuþátttöku og atvinnusköpunar og undirbýr nemendur þannig fyrir framtíðina. Nemendur kynna frumgerðir og verða þau með vörur til sölu.

Veittar verða viðurkenningar á vörumessunni í eftirfarandi flokkum:

  • Áhugaverðasti básinn – hönnun/útlit, uppstilling afurðar, framkoma nemenda
  • Bjartasta vonin – hvaða hugmynd er líklegust til að geta haldið áfram og þróast á svæðinu, hvatning til að halda áfram með verkefnið.
  • Grænasta hugmyndin – umhverfisáhrif, endurvinnsla og hagsýni í nýtingu efna.

Vörumessan er styrkt af Uppbyggingasjóði Vestfjarða og eru allir velkomnir á sýninguna

DEILA