Í tilkynningu á vef Hagstofunnar segir að vísitala neysluverðs, miðuð við verðlag í apríl 2025, sé 649,7 stig (maí 1988=100) og hækkar um 0,93% frá fyrri mánuði.
Verð á mat og drykkjarvörum hækkaði um 0,8% (áhrif á vísitöluna 0,12%) og kostnaður vegna búsetu í eigin húsnæði (reiknuð húsaleiga) hækkaði um 1,1% (0,22%). Flugfargjöld til útlanda hækkuðu einnig um 20,4% (0,40%).
Tólf mánaða verðbólga jókst um 0,4 prósentustig milli mánaða og mælist nú aftur yfir fjórum prósentustigum, 4,2 prósent.
Vísitala neysluverðs samkvæmt útreikningi í apríl 2025, sem er 649,7 stig, gildir til verðtryggingar í júní 2025.