11.04.2025 kl. 12:10
Að þessu sinni mun rithöfundurinn Satu Rämö koma til okkar í Vísindaport og spjalla um rithöfundarstarfið. Hún mun sérstaklega ræða um það hvað skiptir máli þegar vinsældir bóka aukast og skrifin verða óvænt að aðalstarfi.
Satu er fædd í Finnlandi en flutti til Íslands fyrir tuttugu árum. Hún býr nú á Ísafirði með fjölskyldu sinni. Hún er með BA-gráðu í íslensku sem annað tungumál frá Háskóla Íslands og meistaragráðu í hagfræði frá Helsinki i Finnlandi. Satu hefur starfað sem rithöfundur í fimmtán ár og skrifað margs konar bækur – ferðabækur, kennslubækur, prjónabækur og fleira. Satu er okkur mörgum kunnug, en hún skaust upp á stjörnuhimininn með skrifum sínum á glæpasögu seríunni HILDUR.
Fyrsta bókin í HILDUR-seríunni kom út árið 2022, og síðan hafa bæst við þrjár bækur. Sögurnar hafa notið mikilla vinsælda og hafa selst í yfir einni milljón eintaka í prent-, raf- og hljóðbókarformi.
Erindið fer fram á kaffistofu Háskólaseturs Vestfjarða og hefst kl. 12.10. Erindinu er einnig streymt í gegnum zoom hlekk og má finna hann hér https://eu01web.zoom.us/j/69947471079
Erindið fer fram á íslensku