Mánudagur 14. apríl 2025

Vesturbyggð: ekki samstaða um aukningu í laxeldi

Auglýsing

Einn af þremur fulltrúum N lista, sem er með meirihluta í bæjarstjórn Vesturbyggðar, í umhverfis- og loftslagsráði sveitarfélagsins lagði fram ítarlega og harðorða bókun þar sem hann leggst gegn umsókn Arnarlax um 4.500 tonna aukningu á lxeldi í Arnarfirði.

Kristinn Hilmar Marinósson stóð að bókun nefndarinnar þar sem m.a. segir að ráðið telur að fyrirhugaðar breytingar þurfi að fara fyrir svæðisráð strandsvæðaskipulags, gera þurfi nýtt umhverfismat og þá þurfi aukið reglubundið eftirlit þriðja aðila. Einnig segir að auka þurfi tíðni reglulegs eftirlits fyrirtækisins á kvíum til að minnka líkur á slysasleppingum og með þessum miklu stækkunum sé ekki ljóst hvernig gert er ráð fyrir rými fyrir aðra starfsemi í firðinum.

Til viðbótar segir í sérstakri bókun Kristins að Arnarlax hafi tekið að nota kopar í nótum áður en löggjöf sem bannaði slíkan búnað var felld úr gildi. Áform um að nota ekki kopar nú séu ekki trúverðug. „Dregur sú hegðun úr trú minni að staðið verði við það loforð.“

Um stækkunina segir í bókuninni: „Ekki er tekið fram hve mörg störf hljótist af þessari aukningu, en þekkt er að rekstrarhagkvæmni aukist með stækkun fiskeldis, sem eykur álag á núverandi starfsfólk. Ekki er hægt að leggja mat á hag samfélagsins útfrá þessum gögnum.“

Þá segir að fyrirtækið hafi reglulega lent í áföllum vegna sjúkdóma, laxalúsar og strokulaxa. „Ekki er fullreynt að það hafi lært að meðhöndla ástæður þessa óhappa og aukning kvía og stækkun slitflata getur haft í för með sér aukningu á slíkum brestum.“

Neikvæð áhrif af stækkun

Þá segir í bókuninni: „Hafsvæði Arnarfjarðar er þekkt uppvaxtarsvæði mikilvægra fiskstofna og einstaks rækjustofns. Aukning eldis og áhrif þess á botnlíf og súrefnismettun sjávar mun hafa neikvæð áhrif. Ég sé ekki þörf fyrir að gera tilraunir með þolmörk lífkeðjunnar sem þessi fyrirhugaða stækkun er.“ og „með auknum umsvifum eldisins má gera ráð fyrir að almenningsálit geti versnað enn frekar og haft neikvæð áhrif á ferðaþjónustu á Vestfjörðum.“

bara jákvæð fyrir ársfjórðungsskýrslu

Bókuninni lýkur með þessum orðum:

„Fyrirhuguð breyting mun hafa neikvæð áhrif á náttúru, umhverfi og ímynd svæðisins í skiptum fyrir takmarkaða hagkvæmni samfélagsins. Það eina sem hægt er að treysta á ef þetta leyfi er samþykkt er að ársfjórðungskýrsla fyrirtækisins mun líta betur út með tilheyrandi hækkun á hlutabréfum eigenda.“

Auglýsing

Auglýsing

Nýtt á BB

Auglýsing
Auglýsing

Fleiri fréttir