Laugardagur 12. apríl 2025

Vestfjarðastofa sér um styrktarsjóð Hafna Ísafjarðarbæjar

Auglýsing

Alls 61 umsókn barst í styrktarsjóð Hafna Ísafjarðarbæjar sem Vestfjarðastofa heldur utan um.

Markmið með sjóðum er að styrkja og bæta bæjarbraginn og eru í ár 8 milljónir til úthlutunar. Sjóðurinn er að þessu sinni þrískiptur þar sem styrkja skal viðburðahald, samfélags- eða fegrunarverkefni sem efla samfélagið í Ísafjarðarbæ.

Sjóðnum var komið á laggirnar í fyrrasumar og þá var aðeins viðburðahald styrkt, en nú er búið að útvíkka reglur sjóðsins og auka úthlutunarfé.

Umsóknarfrestur rann út síðastliðinn föstudag og alls bárust 61 umsókn þar sem sótt var um fyrir tæpar 36 milljónir króna.

Nú er verið að fara yfir umsóknirnar og má búast við niðurstöðu um næstu mánaðarmót.

Auglýsing

Auglýsing

Nýtt á BB

Auglýsing

Fleiri fréttir